Hæfileiki íslenskra hrossa til að takast á við útigang og vetrarveður

2469

Í þættinum „Sögur af landi“ á RÚV þann 29. janúar 2021 er fróðlegt viðtal Ágústs Ólafssonar fréttamanns við Sigríði Björnsdóttur dýralækni hrossasjúkdóma um hæfileika íslenska hestsins til að takast á við vetrarveður og útigang. Í viðtalinu kemur m.a. fram hvað það er mikilvægt fyrir hrossin að fá að alast upp og njóta frelsisins í útigangi og hvernig þau eru vel í stakk búin til þess frá náttúrunnar hendi svo framarlega sem þau hafi skjól hvert af öðru, í náttúrunni eða manngert skjól og nóg að éta. Þetta megi ekki taka frá þeim því það er þeim eðlilegast að vera úti í náttúrunni.

Sigríður segir að margt hjálpist að við að halda hita á hrossunum, svo sem meltingin, húðin og tvískiptur feldur hrossanna. Mikilvægt sé að hrossin fái að aðlagast útiganginum á haustin á góðri beit svo þau myndi góðan vetrarfeld og fitulag sem hjálpar til við að einangra þau.

Hestamennska hvetur hesteigendur og umsjónarmenn hrossa til að hlusta á viðtalið í heild sinni og ekki síður að dreifa því sem víðast, því nokkur vanþekking virðist vera ríkjandi hjá almenningi um íslenska hestinn og hvað henti honum best.

Viðtalið við Sigríði hefst á mínútu 38. Sjá þáttin hér.

Fyrri greinGleðilega hátíð
Næsta greinSkæður veirusjúkdómur, EHV-1, herjar á hross í Evrópu