Gleðilega hátíð!

3822

Hestamennska óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Um leið er þakkað fyrir góðar móttökur á þessu fyrsta ári vefsíðunnar sem fyrst og fremst vill koma alls konar fróðleik um hesta og hestamennsku á framfæri við hinn almenna hestamann.

Við vetrarsólstöður fer daginn aftur að lengja og er þess óskað að hestafólk um allt land njóti komandi daga, vikna og mánuða með hestum sínum. Myndin sem fylgir er af Líf frá Álftanesi þar sem hún liggur heima í túni á sumarsólstöðum og minnir okkur á að bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.

Lifið heil!

Fyrri greinVetrarreiðskóli fyrir börn og fullorðna, byrjendur og lengra komna
Næsta greinFákar og fólk – fjölbreyttar myndir úr hestamennsku í 30 ár