Gola í faxi, gljáir á lendar,
grundirnar óma.
Taumar í greipum, fuglar upp fælast,
fákar sig teygja.
Löður um bringu, langt stíga fætur,
leggur upp móðu.
Glymur í járni, gneistar af klöppum,
galsi í augum.
Svellur í æðum. Syngur í grasi.
Sólin í heiði.
Sigrún Á. Haraldsdóttir